Skagfirskur matur eldar fyrir Ársali

Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Skagfirskan Mat ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins um framleiðslu á hádegisverði í leikskólanum Ársölum.

Tvö tilboð bárust í framleiðslu hádegisverðar. Annað frá Videosport ehf. og hitt frá Skagfirskum mat ehf. Sigríður Svavarsdóttir óskaði bókað að hún sæti hjá við afgreiðslu málsins.

Skagfirskur matur ehf. framleiðir einnig mat í Árskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir