Skagstrendingar vilja skemmtiferðaskip

Frá Skagastrandarhöfn. Mynd:FE
Frá Skagastrandarhöfn. Mynd:FE

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var sl. þriðjudag, 20. ágúst, var tekin ákvörðun um að sækja um þátttöku í Cruise Iceland. Felur það í sér að Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip. Var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.

Á vefsíðu Cruise Iceland kemur fram að ríflega 20 hafnir á landinu eru aðilar að Cruise Iceland og af þeim eru sjö á Norðurlandi: á Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Grímsey, Húsavík og Raufarhöfn.

 

Fleiri fréttir