Skákfélag Sauðárkróks á sigurbraut
Fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga fór fram um síðustu helgi og tók lið frá Skákfélagi Sauðárkróks þátt í fjórðu deild keppninnar. Íslandsmót Skákfélaga er langfjölmennasta skákmót sem haldið er á Íslandi og má gera ráð fyrir að ríflega 400 manns hafi tekið þátt í mótinu.
Eftir fyrri hlutann er sveitin í efsta sæti fjórðu deildar, hefur unnið allar viðureignir sínar. Síðari hluti mótsins er haldinn næsta vor og kemur þá í ljós hvort sveitin nær einu af þremur efstu sætunum og þar með sæti í þriðju deild en alls keppa 26 lið í fjórðu deild. Þeir sem skipuðu sveit Skákfélags Sauðárkróks voru Jón Arnljótsson, Unnar Ingvarsson, Guðmundur Gunnarsson, Hörður Ingimarsson, Árni Þór Þorsteinsson og Davíð Örn Þorsteinsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.