Skáksamband Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu á Blönduósi í sumar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
04.02.2025
kl. 10.29
Skáksamband Íslands ætlar að halda upp á 100 ára afmælið sitt á Blönduósi í sumar en sambandið var stofnaði í gamla spítalanum á Aðalgötu 7 í gamla bænum á Blönduósi þann 23. júní árið 1925. Í fundargerð atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar segir að viðburðurinn verður mjög stór og mun ná yfir tæpar tvær vikur, eða 12. - 22. júní. Teflt verður út um allan bæ og ýmiskonar viðburðir verða haldnir sem tengjast skák og sögu taflmennskunnar á Íslandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.