Skáldið frá Uppsölum fer víða í nýrri ljóðabók - Myndband

Eyþór Árnason Bjarnasonar frá Uppsölum í Blönduhlíð.
Eyþór Árnason Bjarnasonar frá Uppsölum í Blönduhlíð.

„Ég sef ekki í draumheldum náttfötum“ er fjórða ljóðabók Eyþórs Árnasonar frá Uppsölum í Skagafirði. Í þessari bók fer hann um og skoðar ýmsar styttur og minnismerki. Bregður sér auðvitað norður í land, lítur við í Vatnsdal, stoppar á Vatnsskarði og hugar að Konráði frænda á Löngumýri. Fer svo suður aftur og endar á bekk við Tjörnina en þar situr Tómas Guðmundsson alla daga og fylgist með borginni sinni. Síðan eru inn á milli í bókinni tímalausir draumar um allt og ekkert.

Svona kynnti Eyþór sig þegar Feykir bað hann að segja frá bókinni í Jólablaði Feykis. Á Fésbókarsíðu kappans má finna myndband þar sem hann les upp úr ljóðabók sinni, ljóðið Útlagar við Hringbrautina.

Njótið vel!  

 

Ljóð dagsins:

Posted by Eyþór Árnason on 26. nóvember 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir