Skeiðkappreiðar í kvöld

Í kvöld munu fara fram fyrstu skeiðkappreiðar sem hið nýstofnaða skeiðfélag Kjarval sér um og við það tækifæri verða startbásarnir dregnir fram. Hefst mótið kl 20 á félagssvæði Léttfeta. Kappreiðarnar eru hluti hestaíþróttamóts UMSS en aðrir hlutar þess móts fara fram á laugardaginn næsta á Hólum.

 

Á Hólum hefst mótið klukkan 14 en knapafundur verður kl. 13. Tvær nýjar keppnisgreinar verða í boði á mótinu, fjórgangur V5 og tölt T7 og koma þær í staðinn fyrir fjórgang og tölt í öðrum flokki. Þessar greinar eru sniðnar að þörfum þeirra sem hafa minni keppnisreynslu.

Fleiri fréttir