Skemmtikvöld starfsbrautar

Skemmtikvöld starfsbrautar FNV var haldið miðvikudagskvöldið 1. aprí. Kvöldið tóks mjög vel en allir  nemendur brautarinnar komu að undirbúningi, framkvæmd og frágangi skemmtikvöldsins með einhverjum hætti.

Flestir voru með atriði á sviðinu meðan aðrir sáu um vöfflubakstur og kaffisölu.  Nemendur sb. sáu líka um að setja upp sýningu á verkum sínum, selja inn, kynna dagskrána, taka myndir, ganga frá, telja peninga og gera upp, leggja peningana inn í banka, í ferðasjóð sb. o.fl.

Milli 30 og 40 manns borguðu sig inn og þar fyrir utan var fjöldi nemenda af öðrum brautum sem lífguðu upp á dagskrána með fjölbreyttum og vönduðum atriðum.  Tónlistarhópur FNV setti saman hljómsveit sem spilaði og söngkonan var engin önnur en Edda Borg.  Aðrir í hljómsveitinni voru Snævar á bassa, Magnús Ari á trommur og Helgi Sæmundur á gítar, en hann hefur haft yfirumsjón með tónlistarhópnum frá upphafi.  Edda Borg söng líka lagið sitt sem verður framlag FNV í Söngvakeppni framhaldsskólanna á Akureyri 18. apríl nk.  Helga Sjöfn og Ingólfur sáu um kynningu á Nemendafélaginu og Jóhanna Marín mætti með kór FNV.

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk við starfsbraut þakkar öllu þessu frábæra  fólki fyrir framlag sitt, gott samstarf og ómetanlegan stuðning

Fleiri fréttir