Skíðaæfingar að hefjast
Í vetur, líkt og undanfarin ár, mun Skíðadeild Tindastóls standa fyrir skíðaæfingum fyrir börn og unglinga á skíðasvæði Tindastóls. Krökkunum verður er skipt upp í hópa sem tryggir að æfingar og leiðsögn þjálfara henti hverjum og einum.
Í fréttatilkynningu frá skíðadeildinni segir að fram að áramótum verða æfingarnar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 11:00 til 14:00, sú fyrsta laugardaginn 24. nóvember og síðasta æfing fyrir áramót 16. desember.
Eftir áramótin breytast æfingatímar og verður ný tímatafla tilkynnt seinna. „Allir eru hvattir til að skella sér á skíði og njóta fjallaloftsins,“ segir í tilkynningunni.
Áhugasömum er bent á að skráning fer fram á netfangið sbr@simnet.is og frekari upplýsingar um æfingagjöld, opnunartíma skíðalyftu o.fl. eru einnig aðgengilegar á vefsíðunni tindastoll.is.