Skíðagöngumót í Fljótum um páskana

Frá skíðagöngumóti á Lágheiði á síðasta ári. Mynd: Hermann Hermannsson
Frá skíðagöngumóti á Lágheiði á síðasta ári. Mynd: Hermann Hermannsson

Árlegt skíðagöngumóti í Fljótum verður haldið föstudaginn langa, þann 30. mars næstkomandi. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Mótið er haldið af Ferðafélagi Fljóta sem skorar á alla fjölskylduna, unga sem aldna, að taka nú fram skíðin og skrá sig til leiks í þessu skemmtilega móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinnnar. 

Mótsgjald er 3.000 kr. fyrir 16 ára og eldri en 1500 kr. fyrir börn ef greitt er fyrir 16. mars. Þáttökugjald hækkar í 4000 kr. fyrir fullorðna og 2000 kr. fyrir börn tveimur vikum fyrir mót, eða frá og með 16. mars. 

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Einnig fer fram veglegt happdrætti að verðlaunaafhendingu lokinni, þar sem dregið verður úr rásnúmerum keppenda. Yngri keppendur fá páskaegg að keppni lokinni. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér en einnig hjá Birgi Gunnarssyni mótstjóra í síma 897-3464 og Birni Z. Ásgrímssyni í sima 897-4979. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir