Skínandi Skagfirðingar hjá VÍS
Skagfirðingar drógu ekki af sér frekar en undanfarin ár þegar VÍS bauð viðskiptavinum með F plús tryggingu að næla sér í skínandi fallega húfu eða eyrnaband hjá Sigurbirni Bogasyni og Gígju Sigurðardóttur hjá VÍS. Þetta er fjórða árið sem höfuðfötin bjóðast að sögn Sigurbjarnar og líkt og áður voru viðtökurnar hvað bestar í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu.
„Við höfum gefið liðlega 800 stykki síðustu fjórar vikur sem er nokkru meira en í fyrra. Líkt og venjulega er eitt vinsælla en annað. Að þessu sinni slógu eyrnaböndin í gegn og kláruðust mjög hratt. Það gilti um allt land. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni sem við ráðumst orðið í árlega þegar skammdegið færist yfir. Þá er brýnt að vera sem sýnilegastur. Þótt húfurnar séu uppurnar núna þá eigum við endurskinsmerki fyrir þá sem vilja sjást í myrkrinu,“ segir Sigurbjörn loks í tilkynningunni.