Skipulagslýsing fyrir Hofsós - Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn á Hofsósi skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hofsós – Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn. Tilgangurinn með gerð skipulagslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipu-lagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði og skila betri og markvissari skipulagsvinnu.

Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðar-þróun svæðisins.

Skipulagslýsingin er auglýst frá 7. janúar til og með 30. janúar 2026.

Hægt er að skoða hana í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 4/2026. Skipulagslýsingin mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulagsins og komandi skipulagsvinnu í gegnum vef skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is mál nr. 4/2026 í síðasta lagi 30. janúar 2026. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Fleiri fréttir