Skipulagsstofnun mælir með aðalskipulagsáætlun Blönduósbæjar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.12.2010
kl. 11.00
Aðalskipulagsáætlun Blönduósbæjar er til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. En Skipulagsstofnun mælir í bréfi eindregið með því að Vegagerðin geri ekki athugasemd við að aðalskipulagsáætlanir Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar verði staðfestar með óbreyttri veglínu.
Enda verði sveitarfélögin reiðubúin til að taka þátt í samráðsferli með Vegagerðinni þar sem leitað verði leiða til að finna framtíðarlausn á legu Hringvegar í Austur-Húnavatnssýslu áður en kemur að næstu endurskoðun aðalskipulagsins.