Skokkað til styrktar Ingva Guðmunds
Árlegt lokahlaup Skokkhóps Árna Stefánssonar verður hlaupið þann 18. september næst komandi en að þessu sinni munu hlaupararnir hlaupa til styrktar Ingva Guðmundssonar sem á næstunni þarf að gangast undir mergskipti í Svíþjóð.
Í fyrra hljóp skokkhópurinn til styrktar Þuríðar Hörpu og var í heildina hlaupið um 1600 km en þátttakendur geta gengið, skokkað eða hjólað . Þeir sem lengst fara hefja hlaup klukkan 10 um morguninn en miðað er við að þátttakendur klári við sundlaugina á Sauðárkróki um klukkan 13:00 en þá verður boðið upp á léttar veitingar. Þeim sem vilja þiggja far með Suðurleiðum að upphafspunkti hlaups er bent á að hafa samband við Árna Stefáns. Langtímaspáin er góð og ætti fólk því ekki að láta neitt aftra sér frá því að taka þátt. Eins minnum við vegfarendur á að fara að öllu með gát og taka tillit til hlauparanna.
Allir geta heitið á hlauparana en styrktarreikningur Ingva er eftirfarandi; 0310-13-300300 kt: 020588-3819.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.