Skólaslit Tónlistarskóla á morgun

Skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar fara fram í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki á morgun miðvikudaginn 20. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20.

 

Veitt verða verðlaun og styrkir úr styrktarsjóði Aðalheiðar Erlu frá Syðra Vallholti. Þá fá nemendur afhent prófskírteini auk þess sem þeir nemendur sem lokið hafa áfangaprófum koma fram.

Fleiri fréttir