Skráning hafin í SumarTím
Sveitarfélagið Skagafjörður greinir frá því á heimasíðu sinni að nú er búið að opna fyrir skráningu í SumarTím 2018 en þar er boðið upp á margvíslega afþreyingu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Meðal margra annarra námskeið sem í boði eru má nefna ýmis íþrótta- og leikjanámskeið, reiðnámskeið, siglingar, myndlist og matreiðslu. Námskeiðin hefjast mánudaginn 11. júní og standa til 10. ágúst en á föstudögum verður „Föstudagsfjör“. SumarTím verður með aðstöðu í Árskóla.
Til að skrá barnið sitt á námskeið þarf að fara á slóðina https://drive.google.com/drive/folders/1ZKEsyW_JPVcYTb9MTFC9uKozMzaTkZQU og velja árgang.
Skráningu lýkur á hverjum fimmtudegi fyrir næstu viku á eftir. Hægt er að hafa samband við Önnu Guðrúnu í síma 841-8312 og Telmu Ösp í síma 866-3977 eða sumartim@skagafjordur.is til að afla sér nánari upplýsinga.
Hér má sjá hvaða námskeið eru í boði: https://docs.google.com/document/d/1_91S99snQkVbY6JxI8sJHIuZ6ZtWs7BlzdbfJZu2vIQ/edit
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.