Skráning í vinnuskólann stendur yfir
feykir.is
Skagafjörður
23.05.2017
kl. 11.46
Nú styttist í sumarfrí í grunnskólunum og þá taka vinnuskólarnir til starfa. Skráning í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar stendur nú yfir en hann verður starfræktur frá 6. júní til 11. ágúst. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 13-16 ára, fædd 2001-2004. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 25. maí næstkomandi.
Yngstu krakkarnir starfa í 2 vikur, þau næstyngstu, 14 ára, í 4 vikur, 15 ára krakkarnir í 6 vikur og 16 ára krakkarnir í 8 vikur. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Skagafjarðar og þar fer skráning einnig fram.