Skrifstofuskóli fyrir atvinnulausa
feykir.is
Skagafjörður
25.03.2009
kl. 08.26
Skrifstofuskólinn var settur á Sauðárkróki sl. mánudag, 23. mars. Skrifstofuskólinn er hagnýt námsbraut sem býr þátttakendur undir ýmis skrifstofustörf. Námsbrautin er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Farskólans – símenntunarmiðstöðvar.
Er brautin í boði fyrir fólk sem er án atvinnu. Námsbrautin byggir á námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og gefur 18 einingar á framhaldsskólastigi að loknum 240 kennslustundum. Námið í Skrifstofuskólanum er fjölbreytt og uppbyggjandi og eru þar kenndar námsgreinar eins og tölvu- og upplýsingatækni, verslunarreikningur, bókhald og enska auk námstækni og sjálfstyrkingar.