Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt
Hálkublettir eru á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en öllu meiri hálka á útvegum. Sunnan 5-10, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, frost 0 til 4 stig. Sunnan 8-15 seint annað kvöld með slyddu eða snjókomu. Heldur hlýnandi. Sunnan 5-13 og dálítil él seint í nótt og á morgun, einkum vestantil. Kólnar aftur.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 og dálítil slydda eða snjókoma um morguninn, en síðan vestlægari og él. Dregur úr vindi og léttir til norðan- og austanlands. Hiti 0 til 4 stig við ströndina, en vægt frost til landsins.
Á föstudag:
Suðvestan og vestan 5-13 og él, en hvassari við SV-ströndina. Þurrt og bjart norðan- og austanlands. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og él á stöku stað og kalt í veðri, en gengur í suðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu um kvöldið fyrst suðvestantil og hlýnar í bili.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og slydda með köflum S-til, en annars úrkomulítið. Norðaustlægari á N-verðum Vestfjörðum seinnipartinn og snjókoma. Hiti um og undir frostmarki, en heldur hlýrra við suður- og vesturströndina.
Á mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Kalt í veðri, einkum inn til landsins.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir úrkomusama suðaustanátt með hlýnandi veðri í bili.