Skýrsla SSNV um viðhorfskönnun á Hveravöllum 2009
Dæmigerður ferðalangur á Hveravöllum er Frakki eða Þjóðverji, 26-35 ára gamall, skipulagði ferðina sjálfur, ferðaðist um á bílaleigubíl með vinum eða fjölskyldu, var að koma til Hveravalla í fyrsta sinn og gisti eina nótt. Atvinnuþróun SSNV, í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra, ásamt starfsfólki Hveravallafélagsins, framkvæmdi sumarið 2009 spurningakönnun meðal ferðafólks á Hveravöllum um þjónustuna sem þar er veitt og viðhorf til þess hvaða þjónusta ætti að vera til staðar.
Tilgangurinn með gerð könnunarinnar var að undirbyggja gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlana með hliðsjón af þörfum og óskum ferðamannanna sem staðinn sækja heim. Framlag SSNV við gerð könnunarinnar var hluti af styrkveitingu Vaxtarsamnings Norðurlands vestra til Hveravallafélagsins og samstarfsaðila þess árið 2009.
Rekstur ferðaþjónustunnar á Hveravöllum er í höndum Hveravallafélagsins ehf, sem er að stærstum hluta í eigu Húnavatnshrepps. Þar er rekin gisting í skálum, allt frá sérherbergjum með uppbúnum rúmum yfir í opin rými með kojum. Þar eru jafnfram örverslun með nauðsynjar, og einföld veitingasala með súpu og brauði ásamt kaffiveitingum og einfaldri barþjónustu. Þá er á staðnum nýtt salernishús (tekið í notkun 2009), og síðast en ekki síst gömul og þekkt heit laug.
/ssnv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.