Slasaðist í mótorhjólaslysi

Karlmaður á mótorhjóli, sem var á ferð ásamt hópi mótórhjólamanna, slasaðist alvarlega þegar hann ók á kind á veginum um Höfðaströnd í Skagafirði í morgun. Kindin stökk inn á veginn í veg fyrir hann. Frá þessu er greint á vefnum rúv.is.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á gjörgæsludeild.  Á vef RÚV er haft eftir lögreglunni á Sauðárkróki að mótorhjólamennirnir hafi ekki verið á mikilli ferð þegar slysið varð.

Fleiri fréttir