Sláttur er hafinn í Skagafirði

Heyskapur á Ytri-Hofdölum í blíðunni í gær. Mynd:FE
Heyskapur á Ytri-Hofdölum í blíðunni í gær. Mynd:FE

Sláttur hófst á bænum Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði sl. þriðjudag. Blaðamaður átti leið þar um í gær en þá var verið að raka saman áður en heyið yrði rúllað. Að sögn Halldóru Lilju Þórarinsdóttur á Ytri-Hofdölum var slægjan meiri en reiknað var með en ástæða þess hve snemma var byrjað að slá er sú að vinnumaðurinn, og barnabarn þeirra hjóna, er á förum svo hann varð að fá að taka aðeins til hendinni í heyskapnum áður en hann yfirgæfi sveitina.

Halldóra býst við að heyskap verði haldið áfram fljótlega á Ytri-Hofdölum. Feykir hefur vitneskju um að einnig er byrjað að slá á Gili en hefur ekki frétt af fleiri bæjum í landshlutanum þar sem sláttur er hafinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir