Sláturtíð lokið hjá Kjötafurðastöð
feykir.is
Skagafjörður
30.10.2008
kl. 14.06
Sláturtíð er nú lokið hjá Kjötafurðastöð KS. Alls var slátrað á haustvertíð 101,998 dilkum og alls á þessu ári tæp 103 þúsund dilkum. Meðalþyngd dilka var 15,89 kg samanborið við 15,23kg á árinu áður.
Starfsfólki fækkar nú hjá Kjötafurðastöðinni eftir sláturtíð um 66 og eru það allt erlent verkafólk. 110 manns komu í upphafi sláturtíðar þannig að einhverjir verða eftir og hafa vinnu fram í desember.
Að sögn Eddu Þórðardóttur hjá Kjötafurðastöðinni gekk sláturtíðin vel og nú eru folaldaslátranir að hefjat af þullum þunga og verður slátrað allt að þrisvar í viku. Ekki er enn búið að gefa út afurðaverð fyrir folaldainnlegg en ætti að liggja fyrir fljótlega.