Sló til og sér ekki eftir því

Unnur Valborg Hilmarsdóttir flutti aftur á heimaslóðir sínar á síðasta ári og hefur hreiðrað vel um sig og fjölskyldu sína á Hvammstanga. Nú stýrir hún rekstri Selaseturs Íslands og er nýkjörinn oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Blaðamaður Feykis hitti Unni á dögunum og spurði hana út í þá algjöru kúvendingu sem líf hennar hefur tekið undanfarin misseri, búferlaflutninginn, nýtt starf og stöðu og þau spennandi verkefni sem framundan eru. 

„Þegar ég var í fæðingarorlofi fyrir ári síðan var ég bara alfarið með börnin á Hvammstanga. Ég var búin að ákveða að vera þarna sumarið og svo ætluðum við að fara aftur í bæinn um haustið. Þegar það fór að líða að hausti þá spurði annað hvort okkar hitt: „Eigum við ekki bara að vera áfram?“ -„Já, ég er til!“ var svarað um hæl,“ segir Unnur og hlær.

„Eins ég segi þá man ég ekki alveg hvernig það barst í tal hjá okkur hjónum eða hvort okkar stakk upp á því en við ætluðum að gefa þessu veturinn. Við leigðum út íbúðina okkar í bænum en svo erum við ekkert að fara aftur – það er bara þannig,“ er á meðal þess sem Unnur segir í nýjasta tölublaði Feykis.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Feyki sem kom út í dag.

Fleiri fréttir