Slökkviliðið stóð í ströngu á Vatnsnesinu

Slökkvilið Vestur Húnavatnssýslu var kallað út í gærkvöldi að bænum Saurbæ á Vatnsnesi en þar logaði mikill sinueldur. Mikill reykur sveif um loftin blá og er talið að um fjórir hektarar hafi orðið eldinum að bráð.

Níu slökkviliðsmenn frá Hvammstanga fóru á þremur bílum og vel tókst til að slökkva eldinn sem aðallega var í úthaga, mosa og grasi. Engar skepnur voru í hólfinu.

/PF

Fleiri fréttir