Slydda eða rigning af og til í dag

Sunnan 10-18 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, dálítil slydda eða rigning af og til. Hiti 0 til 5 stig. Búist er við stormi í nótt, suðvestan 15-23 og él. Hiti kringum frostmark. Hálka eða hálkublettir er í landshlutanum en mjög víða er orðið greiðfært á  láglendi. Hálka er á Vatnskarði. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 10-20 m/s, hvassast V-til og við S-ströndina. Éljagangur og vægt frost, en léttskýjað á NA- og A-landi.

Á föstudag:

Sunnan og suðvestan 8-13 m/s, en hægari NA-til. Él S- og V-lands, annars þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast i innsveitum á NA-verðu landinu.

Á laugardag:

Breytileg átt og sumstaðar él, en úrkomulítið á N- og A-landi. Kalt í veðri.

Á sunnudag:

Austanátt og snjókoma, einkum S-til. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á mánudag:

Breytileg átt, él á víð og dreif og kalt í veðri.

Á þriðjudag:

Norðaustanátt og snjókoma eða él, en úrkomulítið SV-lands.

Fleiri fréttir