Slys við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól

Fyrra endahjólið á leið á sinn stað. Mynd: GBR.
Fyrra endahjólið á leið á sinn stað. Mynd: GBR.

Maður var fluttur með sjúkraflugi á bráðamóttökuna við Fossvog í gær eftir að hafa lent í slysi við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól. Verið var að koma endahjóli fyrir á endamastur, gírnum á drifstöðina, þegar spotti slitnaði með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á manninn.

Verið var að leggja lokahönd á grófvinnu lyftunnar áður en vírnum verður komið fyrir. Svo vel vildi til að hraustir menn voru viðstaddir og gátu lyft þungu hjólinu og komið manninum undan. Vel gekk að koma honum niður hlíðina og undir læknishendur. Við skoðun kom í ljós að tíu rifbein höfðu brotnað í manninum en auk þess er hann axlarbrotinn á vinstri, með brotið herðablað og smávægilega innvortis blæðingu. Mildi þykir að hann hafi verið með hjálm, sem hlífði höfðinu, en hann brotnaði við atganginn.

Samkvæmt heimildum Feykis er líðan mannsins góð miðað við aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir