SMS Jólalag

http://www.youtube.com/watch?v=O5H9zbx5oiw

Á YouTube er að finna myndskeið þar sem jólalagið SMS frá hljómsveitinni Manstu gamla daga á Sauðárkróki hljómar en diskurinn sem einnig ber nafnið SMS er væntanlegur í verslanir næsta föstudag 26. nóvember

Lagið er eftir Guðmund Ragnarsson sem einnig gerði textann ásamt Gunnari Sandholt. Diskurinn hefur að geyma 6 lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar og fá þeir ýmsa textahöfunda sér til aðstoðar. Ljósmyndirnar sem prýða myndskeiðið tók Ása María Guðmundsdóttir og tæknilega aðstoð veitti Ragnar Stefán Rögnvaldsson.

Smellið á stærri myndina til að sjá myndbandið.

Fleiri fréttir