Snjókoma eða él í dag og snjór og krapi á öllum helstu leiðum
Spá dagsins gerir ráð fyrir norðaustan og síðan norðan 5-10 m/s. Él eða dálítil snjókoma í dag en styttir að mestu upp á morgun. Frost 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins.
Hvað færð á vegum varðar þá er þæfingsfærð í Húnavatnshrepp en þar stendur nú mokstur yfir. Snjór eða krap er á öllum öðrum helstu leiðum svo nú er enn brýnna en áður að fara að öllu með gát.