Sögufélagið Húnvetningur fundar í Hnitbjörgum

Fundurinn verður haldinn í sal FEB í Hnitbjörgum. Mynd:FE
Fundurinn verður haldinn í sal FEB í Hnitbjörgum. Mynd:FE

Sögufélagið Húnvetningur, í samstarfi við Félag eldri borgara í Austur-Húnavatnssýslu, heldur fund í sal FEB í Hnitbjörgum nk. miðvikudag, 29. janúar klukkan 14. Á fundinum verða haldnir þrír fyrirlestrar og boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Fyrirlesarar fundarins eru:

  • Jóhanna Erla Pálmadóttir sem fjallar um frænda sinn Jón Kaldal ljósmyndara og systkini hans.
  • Jóhannes Torfason tínir úr kýrhausnum fróðleiksmola frá árum Þorsteins Matthíassonar, skólastjóra á Blönduósi, en á þeim árum hófst einnig útgáfa ársritsins Húnavöku sem telur brátt 60 árganga.
  • Jón Benedikt Björnsson sem flytur fyrirlestur sinn: Afi á Húnsstöðum.

Sögufélagið Húnvetningur hefur síðustu tíu ár haldið árlega fundi, aðalfund að vori og stundum einn til tvo að auki, og fengið til þeirra fyrirlesara, einn eða fleiri. Síðustu ár hefur félagið einnig tekið þátt í fundaröð í Húnabúð ásamt félaginu í Reykavík þar sem þema síðasta vetrar var hákarlinn. Var það tilkomið vegna áhuga félaganna á liðveislu við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði þar sem hákarlaskipið Ófeigur úr Ófeigsfirði á Ströndum er varðveitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir