Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund

Jón ÁRnason, þjóðsagnasafnari. Mynd af Wikipedia.
Jón ÁRnason, þjóðsagnasafnari. Mynd af Wikipedia.
Aðalfundur Sögufélagsins Húnvetnings verður haldinn nk. sunnudag, 26. maí í Eyvindarstofu á Blönduósi og hefst hann kl. 14:00. Á fundinum flytur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur fyrirlestur sem ber heitið Draumar og draugar.
 
Í fyrirlestri sínum mun Sigrún fjalla um tengsl Jóns Árnasonar og kennarans Hallgríms Schevings. Sigrún byggir fyrirlestur sinn upp með myndum sem hún bregður upp og tengir frásögninni.
Einnig verður greint frá undirbúningi ráðstefnu á Skagaströnd á tvöhundruðasta afmælisdegi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, laugardaginn 17. ágúst, en hann var fæddur á Hofi í Skagabyggð árið 1819, sonur prestshjónanna þar. Þá verður afhjúpað minnismerki um Jón.
 
Sögufélagið Húnvetningur var stofnað 1938. Það hefur unnið að margs konar söfnun innan héraðsins, s.s. ættarskráa, örnefna, verkfæraskýrslna og ljósmynda sem eru í vörslu Héraðsskjalasafns Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Einnig hefur félagið komið að útgáfu margra bóka og ritraða, síðast á ritröðinni Ættir Austur-Húnvetninga sem kom út í fjórum bindum kringum síðustu aldamót.
 
Allir eru velkomnir á sögufélagsfund.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir