Sögusetrið í úrslitum í frumkvöðlakeppni INNOVIT
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
18.03.2009
kl. 09.38
Hestaleikhús Söguseturs íslenska hestsins er ein af tíu viðskiptahugmyndum sem komast áfram í úrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit.
Alls bárust 122 viðskiptahugmyndir. Forsvarsmenn þessara tíu viðskiptaáætlana sem keppa í úrslitum munu kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir dómnefnd næstkomandi laugardag 21. mars. Úrslit verða síðan
kunngjörð í ráðhúsi Reykjavíkur um kvöldið.