Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara
feykir.is
Skagafjörður
28.07.2014
kl. 09.31
Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara verður í Kakalaskála þriðjudaginn 29. júlí kl 20. Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen sagnaþulur flytja erindi í tilefni af 800 ára fæðingardegi skáldsins en Sturla skrifaði m.a. Íslendingasögu þar sem segir frá einu róstursamasta tímabili Íslandssögunnar Sturlungaöld.
Karlaraddir úr Skagfirska kammerkórnum taka einnig nokkur lög af þessu tilefni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
/Fréttatilk.