Sólarhringsdans í Árskóla
Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki hófst klukkan 11 í morgun og stendur í sólarhring þar sem nemendur ætla að dansa til kl. 11:00 á morgun. Stífar æfingar hafa farið fram undir stjórn Loga danskennara, sem að sjálfsögðu er mættur í Skagafjörðinn af þessu tilefni.
Kaffihús er opið frá kl. 15:30 til 22:00 og þar er hægt að kaupa heimabakað bakkelsi ásamt rjúkandi kaffisopa og frá kl. 19:00 er hægt að kaupa nýbakaðar pizzusneiðar og borða þær meðan fylgst er með nemendum dansa við undirleik skagfirskra tónlistarmanna.
Danssýning allra nemenda verður í íþróttahúsinu kl. 17:00.
Maraþonbolirnir verða seldir samdægurs í Árskóla þar sem fyrstir koma fyrstir fá enda takmarkað upplag til á lager.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot þegar nemendur hófu maraþonið í morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.