Sólborg Una Pálsdóttir ráðin héraðsskjalavörður Skagfirðinga
feykir.is
Skagafjörður
03.07.2014
kl. 09.10
Sólborg Una Pálsdóttir hefur verið ráðin héraðsskjalavörður Skagfirðinga, samkvæmt vef sveitarfélagsins.
Sólborg Una er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Árið 2003 útskrifaðist hún með MSc. gráðu í upplýsingatækni í fornleifafræði (Archaeological information System) frá Háskólanum í York og hefur einnig sótt fjölmörg námskeið um upplýsingakerfi, uppbyggingu gagnagrunna o.fl.