Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á föstudag

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin föstudaginn 16. janúar næstkomandi í Félagsheimili Hvammstanga. Söngvarakeppni hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30.

Á vef Norðanáttar kemur fram að keppninni sé skipt í tvo aldursflokka, yngri og eldri. Nemendur í 10. bekk verða með opna sjoppu frá kl. 19:30 fram að keppni og í hléi. Áætlað er að keppni ljúki kl. 22:00.

Aðgangseyrir fyrir nemendur og fullorðna er 1.500 kr. Frítt er fyrir börn undir grunnskólaaldri.

Fleiri fréttir