Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Húnaþings vestra verður haldin laugardagskvöldið 8. júní nk. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Á vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra segir að keppnin eigi sér langa sögu en sé nú haldin í annað sinn af Menningarfélaginu.

Keppnin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Aldurstakmark á keppnina er 16 ár í fylgd með forráðamanni og er þetta í fyrsta sinn sem svo er og gert til að reyna að auka þátttöku 16-18 ára unglinga í viðburðum sem þessum. Að keppni lokinni hefst dansleikur þar sem hljómsveitin Albatross leikur fyrir dansi og er aldurstakmark þar 18 ár sem kemur til af því að FarBarinn verður á staðnum.

Styrktaraðilar keppninnar eru Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra, Hvammstangi Hostel og Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra og á Facebook undir viðburðinum Söngvarakeppni Húnaþings vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir