Söngveisla í lok vetrar – stórtónleikar í Miðgarði
Alexandra Chernyshova, sópran og Kristján Jóhannsson, tenór verða með tónleika á síðasta degi vetrar í Miðgarði. Auk þeirra koma fram Stúlknakór Söngskóla Alexöndru og Tom R. Higgerson píanóleikari. Efnisskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt og skemmtileg og ætti enginn að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.