Sótt um lóð fyrir verslun og byggingavöruframleiðslu á Blönduósi

Á fundi skipulags-, byggingar- og veitunefndar Blönduóssbæjar í gær var tekið fyrir erindi Hjörleifs Júlíussonar þar sem hann, fyrir hönd Mýrarbraut 23 ehf. sækir um lóð undir verslunar og iðnaðarhús. Lóðin er við Norðurlandsveg næsta lóð sunnan við lóð Olís við Norðurlandsveg.

Lóðin sem sótt er um er 60 x 60m, 3600m² en fyrirhuguð starfsemi er verslun og framleiðsla á byggingarvörum. Nefndin beindi því til bæjarráðs að úthluta umsækjanda lóðinni samkvæmt fyrirliggjandi tillögum tæknideildar.

Fleiri fréttir