Spáð stormi á annesjum seinni partinn

Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á annesjum seinni norðvestantil partinn í dag. Suðvestan 8-13 m/s stöku él framan af morgni, en síðan sunnan 13-20 og rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 15-23 og él með kvöldinu, hvassast á annesjum. Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Él víða um land, en úrkomulítið NA-til. Samfelldari slydda eða snjókoma með kvöldinu. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og él S- og V-lands, en annars bjartviðri. Frost víða 1 til 10 stig, mest í innsveitum.

Á föstudag:

Norðlæg átt, 8-13 m/s og él N-lands, en hægara og bjartviðri syðri. Frost 2 til 12 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa S- og V-lands um kvöldið og hlýnar heldur.

Á laugardag:

Suðvestanéljagangur, en léttir til A-lands. Frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir vestanátt með éljum V-lands, en bjartviðri eystra. Kólnandi veður.

Á mánudag:

Búast má við norðaustanátt og talsverðu frosti.

Fleiri fréttir