Spáð stormi víða um land í kvöld

Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) víða um land í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er sunnan 8-13 m/s og él, en úrkomulítið verður um hádegi. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt seint í dag, 13-20 í kvöld og slydda og síðar rigning. Hiti 2 til 7 stig. Sunnan 10-18 á morgun og dálítil slydda af og til. Hiti 0 til 4 stig.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka eða hálkublettir á Norðurlandi vestra en mjög víða er orðið greiðfært.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 10-18 m/s og él, en léttskýjað NA- og A-lands. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag:

Suðvestan 8-13 m/s og él S- og V-lands, en hægari vindur annars staðar og létttskýjað. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á laugardag:

Breytileg átt 3-8 m/s og stöku él, en úrkomulaust um landið A-vert. Frost 1 til 15 stig, mest í innsveitum NA-lands.

Á sunnudag:

Gengur í sunnan og suðaustan hvassvirði eða storm með rigningu og hlýnandi veðri í bili.

Á mánudag:

Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, einkum S-til á landinu. Frost víða 0 til 5 stig.

Fleiri fréttir