Spegill, spegill, seg þú mér...
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki berast oft gjafir frá fólki og félagasamtökum sem vilja gleðja þá sem þar búa og þurfa að dvelja þar í stutta eða langan tíma.
Eigendur Rafsjár þau Frímann Guðbrandsson og Auður Valdimarsdóttir færðu HS stóran spegil að gjöf í vikunni og var honum fundinn staður í anddyri endurhæfingarhúss.

