Spennan magnast fyrir Gærunni - næstu fjögur bönd
Rokksveitin NYKUR, Johnny And The Rest, Skúli mennski og Mafama eru á meðal hljómsveita sem stíga á svið Gærunnar tónlistarhátíðar í húsnæði Loðskins helgina 15. – 16. ágúst nk. Þetta kom fram á facebook síðu tónlistarhátíðarinnar en nú hafa tólf bönd verið kynnt til leiks á undanfarna daga.
„Eruð þið tilbúin? Næsti skammtur af böndum er svona: Rokksveitin NYKUR með gítarhetjuna Gumma Jóns í fararbroddi eru á listanum hjá okkur. Johnny And The Rest ætla að koma og keyra allt í gang, Mama Ganja! Vinur okkar hann Skúli mennski kemur með sitt fína band og spilar fyrir okkur rokkabillí búgí og blús. Síðastir á listanum í dag eru svo dáðadrengirnir í Mafama, sem voru að gefa út glænýtt myndband, þeir ætla að spila akureyrskt electro fyrir okkur á Gærusviðinu í ágúst. Ekki spennandi?“ segir á síðunni.
Nöfn þeirra hljómsveitirnar sem troða upp á Gærunni og hafa verið gerð kunn fram til þessa eru: Dimma, Klassart, Una Stef, Boogie Trouble, Reykjavíkurdætur, Kvika, Myrká, Rúnar Þórisson, NYKUR, Johnny And The Rest, Skúli mennski og Mafama.
Tengdar færslur:
Fyrstu hljómsveitir Gærunnar kynntar til leiks
Valkyrjuhópur, rokkarar og aðrir góðkunningjar á meðal hljómsveita