Spennandi tímar hjá Markaðsstofu Ferðamála
Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi hefur boðið öllum bæjar og sveitarstjórum á Norðurlandi til kynningarfundar á Hótel KEA næstkomandi mánudag þar sem farið verður stuttlega yfir starfsemi Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi og framtíðaráform.
-Við munum kynna nýjar upplýsingar um þróun gistinátta á Norðurlandi frá 1998 til 2008. Einnig munum við kynna áform um nýtt markaðsátak til kynningar á millilandafluginu milli Akureyrar – London og Kaupmannahafnar, segir í fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni.
Edward H. Huijbens forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála við Háskólanna á Akureyri mun gefa fundarmönnum smá innsýn í niðurstöður úr nýrri rannsókn meðal erlendra ferðamanna sem fóru um Akureyrarflugvöll síðastliðið sumar.
Einnig mun Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri verður sérstakur gestur fundarins. Hún mun fara yfir samstarf Ferðamálastofu og Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi auk þess að opna nýja heimasíðu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi: www.nordurland.is