Spilar með Sundsvall í Svíþjóð

Rúnar Már S. Sigurjónsson er ungur atvinnumaður í fótbolta, hann spilaði með Tindastóli þar til hann varð 16 ára og flutti þá suður og lék með liði HK og síðar Val. Hann fór út til Hollands í ársbyrjun 2013 og lék þar með Zwolle en meiddist fljótlega og lék lítið með liðinu.

Í ágúst sama ár gerði hann svo samning við knattspyrnuliðið GIF Sundsvall í Svíþjóð og er nú búsettur þar ásamt kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Rúnar Már er sonur Sigurjóns Alexanderssonar og Sigurlaugu Kristínar Konráðsdóttur.

Rúnar Már rifjar upp ferilinn með blaðamanni Feykis og hver kveikjan var að því að hætta að æfa með Tindastóli og leita á önnur mið.

-Ástæðan fyrir því er að mér fannst ég vera kominn á endastöð, þó það hljói pínu asnalega bara 16 ára. Aðstaðan og metnaðurinn á Króknum var ekki nóg fyrir mig og ég vildi meira og læra meira. Í fótbolta má ekki staðna og það vildi ég ekki heldur, segir Rúnar Már.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Feyki vikunnar.

 

Fleiri fréttir