Staða varaslökkviliðsstjóra er laus til umsóknar
Brunavarnir Skagafjarðar hafa auglýst eftir varaslökkviliðsstjóra en starfið er laust frá og með 1. desember 2017. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra og ber hann ábyrgð á faglegri starfsemi Brunavarna Skagafjarðar í samvinnu við yfirmann sinn. Svavar Atli Birgisson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri frá og með 1. desember og tekur við af Vernharð Guðnasyni sem verið hefur í árs leyfi.
Á vef Svf. Skagafjarðar er ítarlega farið yfir starfslýsingu og hæfniskröfur en þar segir að varaslökkviliðsstjóri fari með umsjón og tekur þátt í þjálfun slökkviliðsins, sér um daglegt eldvarnareftirlit, sinnir úttektum og yfirferð uppdrátta í samvinnu við slökkviliðsstjóra. Telst til vakthafandi liðsheildar og sinnir útköllum þegar þörf er á. Sinnir ýmsum verkefnum s.s. ráðgjöf og fræðslu. Starfar í samræmi við lög, reglugerðir, starfslýsingu og reglur sveitarfélagsins.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.