Starfsemin hjá Afli – sparisjóði óbreytt næstu mánuði

Arion banki bauð fyrir nokkru til sölu stofnbréf sín í sparisjóðinum Afli. Eitt kauptilboð barst en eftir nokkurn tíma var viðræðum slitið og Arion banki sendi öðrum stofnfjáreigendum Afls bréf þar sem bankinn óskaði eftir að fá að kaupa bréfin af stofnfjárhöfum á genginu einum.

Í greinagerð með kaupbeiðninni undirritaðri af Höskuldi Ólafssyni bankastjóra voru stofnfjáreigendur varaðir við að selja ekki því þeir gætu tapað sínu stofnfé ef ekki yrði að þessu gengið. Gefin var einungis sjö daga frestur til að ákveða sig og Arion banki setti þá skilmála að vera ekki að neinu bundinn að tilboði sínu ef ekki rituðu allir undir þetta tilboð.

Stofnfjáreigendur héldu fund á Kaffi Krók á Sauðárkróki að frumkvæði Gísla Árnasonar þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Sparisjóðsins og voru umræðu mjög góðar og hreinskiptar. Ákveðið var að biðja um frest til að kynna málið betur. Frestur var veittur af Arion banka í tvo daga.

Arion banki þurfti á fá 99,45% af öllu stofnfé til að innlima Sparisjóðinn án fundar stofnfjáreigenda. Sú upphæð mun ekki hafa náðst en samkvæmt ítrekuðum fyrirspurnum hefur bankinn ekki svarað því hversu mikil hluti stofnfjáreigenda vildi selja. Starfsemi sparisjóðsins mun því verða óbreytt næstu mánuði en líklegt er að á vori komanda verði ljóst í hvaða farvegi stafsemi sparisjóðsins verður.

 

 

Fleiri fréttir