Starfsfólk Háholts hækkar í launum

Aldan stéttarfélag og Hádrangar hafa framlengt kjarasamning sinn vegna starfa sem unnin eru á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði. Samningurinn er framlengdur til 30. apríl 2012.

Samkvæmt samningnum hækka laun alls starfsfólks sem nemur þremur launaflokkum að lágmarki, en næturverðir hækka um fjóra launaflokka. Jafnframt eru gerðar talsverðar breytingar á vaktaálagi, sem skilar sér með jákvæðum hætti til starfsfólks. Samningurinn verður borinn undir atkvæði starfsmannafundar á morgun, miðvikudag.

Hægt er að nálgast samkomulagið HÉR.

/Stéttarfélag.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir