Starfsfólk heiðrað

Á jólafundi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki voru nokkrir starfsmenn heiðraðir fyrir áralangt farsælt starf. Fyrir 15 ára starf fékk Margrét Stefánsdóttir áletrað úr að gjöf. Fyrir störf við stofnunina í þrjátíu ár fengu viðurkenningu Margrét Steingrímsdóttir og Svanhildur Finndal Guðmundsdóttir.

Aðalheiður Arnórsdóttir hættir störfum við stofnunina og var hún formlega kvödd á fundinum. Á heimasíðu stofnunarinnar eru þeim færðar þakkir frá framkvæmdastjórn fyrir störf sín.

Fleiri fréttir