Starfsmannafélög bjóða á sýningu Leikfélags Sauðárkróks
Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir því að Starfsmannafélag Skagafjarðar og Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki bjóði félögum sínum á Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks. Býður Starfsmannafélag heilbrigðisstofnunarinnar einn miða en Starfsmannafélag Skagafjarðar býður sínu fólki tvo miða. Sýning Leikfélags Sauðárkróks er gamanleikurinn Svefnlausi brúðguminn sem frumsýndur verður sunnudaginn fyrsta maí. Miðasala hefst með formlegum hætti í Kompunni þriðjudaginn eftir páska, en þangað til er hægt að kaupa miða, eða panta ef maður á boðsmiða, í síma 849-9434. Gert er ráð fyrir 8 sýningum svo það er um að gera að nýta sér kostaboð starfsmannafélaganna og panta miða í tíma. Sjá nánar um leikritið, sýningartíma og miðasölu á heimasíðu leikfélagsins www.skagafjordur.net/LS
g&b