Starfsmanni sundlaugarinnar Sauðárkróki vikið úr starfi
feykir.is
Skagafjörður
25.07.2017
kl. 16.51
Starfsmanni við sundlaugina á Sauðárkróki hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa tekið myndir af gestum í kvennaklefa sundlaugarinnar. Þetta staðfestir Þorvaldur Gröndal, umsjónarmaður íþróttamannvirkja í Skagafirði, í samtali við Feyki í dag.
Skv frétt Ríkisútvarpsins um málið í gær segist Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, lítið geta tjáð sig um málið og rannsóknin sé á frumstigi. Embættið nýtur aðstoðar lögreglunnar á Akureyri, í samræmi við samstarfssamning embættanna um rannsóknir meintra kynferðisbrota. Í samtalinu kemur einnig fram að einungis einn maður sé grunaður um brotin.